Styrmir Þór einnig ákærður fyrir peningaþvætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2010 18:45 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka ákærðir fyrir umboðssvik en um er að ræða fyrstu ákæru sérstaks saksóknara og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíku á morgun. Málið snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008. Lánið var veitt án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Ákæran á hendur þremenningunum er ekki löng eða þrjár blaðsíður en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf að draga fram helstu röksemdir sem málsóknin er byggð á með gagnorðum og skýrum hætti svo ekki fari milli mála hverjar sakargiftirnar séu. Í þessum efnum hafa dómstólar lítið umburðarlyndi gagnvart óskýrum langhundum því ekki verður barið í brestina undir rekstri mála fyrir dómstólum nema að mjög takmörkuðu leyti. Styrmir Þór, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum brotum þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars, er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við fjármunum sem aflað var með umboðssvikum en í ákærunni segir að honum hafi mátt vera ljóst að lán það sem Jón Þorsteinn og Ragnar útveguðu Exeter Holding hafi verið veitt með ólögmætum hætti. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir málið fyrir hönd embættisins en Björn, sem er 43 ára, hefur verið hjá embættinu síðan í október á síðasta ári og starfaði áður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Til gamans má geta að Björn er gömul kempa úr körfuboltanum, spilaði stöðu létts framherja og æfði með ÍR á sínum yngri árum. Hægt er að sjá ákæruna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5. júlí 2010 10:04
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. 29. júní 2010 18:37