Segir botninum náð - spáir uppgangi á fasteignamarkaði 30. ágúst 2010 13:13 Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. „Ég trúi því að næstu tölur muni jafnvel sýna að fjöldi þinglýstra samninga hafi tvöfaldast," segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, en hann segir jákvæð teikn á lofti á fasteignamarkaðinum sem hefur verið frosinn meira eða minna síðan í árslok 2007. Þjóðskrá Íslands birti fyrir helgi fjölda þinglýstra fasteignasamninga en þar kom fram að alls hefðu 55 samningar verið þinglýstir í síðustu viku. Grétar telur fjölda þinglýstra samninga ekki gefa rétta mynd af ágúst mánuðinum sem hefur verið óvanalega góður miðað við þá stöðu sem uppi hefur verið og byggir hann það á viðtölum og samtölum við fjölda fasteignasala í ágúst. „Það sem við finnum fyrir núna og undanfarnar tvær, þrjár vikur, þá hefur verið meiri áhug á fasteignaviðskiptum," segir Grétar en aðspurður hversvegna síðustu tölur lýsi ekki markaðinum rétt segir hann að þær tölur endurspegli í raun ástandið eins og það var í júlí mánuðinum. „Við erum farnir að verða varir við öðruvísi áhuga en hefur verið. Það er jafnvel farið að bítast um eignir," segir Grétar en síðastliðin tvö ár hafa verið fasteignasölum erfið. Þegar best gekk árið 2004 til 2005 töldu þinglýstir samningar hátt í 300. Hann segir þá tölu þó sýna frekar sprenginguna sem varð í fasteignaviðskiptum. Hann bendir á fyrir sprenginguna þá hafi þinglýstir samningar á viku verið á milli 150 og 200 á viku. Þegar ástandið var hvað verst voru þinglýstir samningar vel innan við 50 á viku. „Ég tel að tölur næstu vikna muni sýna helmingsaukningu frá síðustu viku," segir Grétar sem spáir því að fasteignamarkaðurinn sé þegar búinn að ná botninum. Nú liggi leiðin vonandi upp á við og markaðurinn fari að sýna stöðugleika. Mest lesið Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira
„Ég trúi því að næstu tölur muni jafnvel sýna að fjöldi þinglýstra samninga hafi tvöfaldast," segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, en hann segir jákvæð teikn á lofti á fasteignamarkaðinum sem hefur verið frosinn meira eða minna síðan í árslok 2007. Þjóðskrá Íslands birti fyrir helgi fjölda þinglýstra fasteignasamninga en þar kom fram að alls hefðu 55 samningar verið þinglýstir í síðustu viku. Grétar telur fjölda þinglýstra samninga ekki gefa rétta mynd af ágúst mánuðinum sem hefur verið óvanalega góður miðað við þá stöðu sem uppi hefur verið og byggir hann það á viðtölum og samtölum við fjölda fasteignasala í ágúst. „Það sem við finnum fyrir núna og undanfarnar tvær, þrjár vikur, þá hefur verið meiri áhug á fasteignaviðskiptum," segir Grétar en aðspurður hversvegna síðustu tölur lýsi ekki markaðinum rétt segir hann að þær tölur endurspegli í raun ástandið eins og það var í júlí mánuðinum. „Við erum farnir að verða varir við öðruvísi áhuga en hefur verið. Það er jafnvel farið að bítast um eignir," segir Grétar en síðastliðin tvö ár hafa verið fasteignasölum erfið. Þegar best gekk árið 2004 til 2005 töldu þinglýstir samningar hátt í 300. Hann segir þá tölu þó sýna frekar sprenginguna sem varð í fasteignaviðskiptum. Hann bendir á fyrir sprenginguna þá hafi þinglýstir samningar á viku verið á milli 150 og 200 á viku. Þegar ástandið var hvað verst voru þinglýstir samningar vel innan við 50 á viku. „Ég tel að tölur næstu vikna muni sýna helmingsaukningu frá síðustu viku," segir Grétar sem spáir því að fasteignamarkaðurinn sé þegar búinn að ná botninum. Nú liggi leiðin vonandi upp á við og markaðurinn fari að sýna stöðugleika.
Mest lesið Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira