Innlent

Farþegar úr rútuslysinu fyrir norðan enn á sjúkrahúsum

Tveir farþegar úr rútuslysinu við Einarsstaði í Reykjadal, í Suður Þingeyjasýslu í gærkvöldi, liggja á Landsspíatlanum í Reykjavík og nokkrir liggja á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Rútan var með 15 erlenda ferðamenn um borð þegar hún valt um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Hátt í tíu farþegar voru fyrst fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, en síðan voru tveir fluttir með sjúkarflugvél til Reykjavíkur, en munu ekki vera í lífshættu.

Lögreglan á Húsavík kallaði til marga sjúkrabíla og björgunarsveitarmenn til að ná fólkinu úr rútunni. Talið er að hemlar rútunnar hafi bilað, en verið er að rannsaka það nánar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×