Vaktargengið hefur vinnu að nýjum þáttum án Jóns Gnarr Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. október 2010 07:00 Viðtökur Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Þættirnir fengu gríðarlega mikið áhorf og seldust einnig vel á DVD. Þá sló lokahnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, í gegn í kvikmyndahúsum. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður ekki með í nýju þáttunum en Ragnar, Jörundur, Ævar og Pétur Jóhann vilja fá Halldór Gylfason í stórt hlutverk. Fréttablaðið/Anton „Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér." Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér."
Lífið Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira