Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum 16. október 2010 15:15 Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira