Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum 16. október 2010 15:15 Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein