Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 15. maí 2010 18:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira