Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 15. maí 2010 18:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent