DeCode vill lögreglurannsókn á meintum njósnum Kínverja 5. desember 2010 18:30 Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins. Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var á Wikileaks kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar njósni skipulega um erfðagreininga- og heilbrigðisfyrirtæki hér á landi. Kári Stefánsson telur víst að hér séu menn að tala um íslenska erfðagreiningu. „Við tökum þetta mjög alvarlega og við tökum það alltaf alvarlega þegar menn eru að tala um þann möguleika að einhver utanaðkomandi komist í okkar gögn," segir Kári. Eftir að fjölmiðlar greindu frá málinu í gær fóru starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar yfir öryggisbúnað gagnagrunna. Ekkert bendir til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í kerfið. „Við komum til með að leita til fyrirtækis sem við höfum unnið með í gegnum tíðina sem hefur verið að kanna tölvuvarnir okkar og síðast þegar þeir skoðuðu það þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að okkar gögn væru óvenjulega vel varin. Síðan komum við til með að leita til ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og biðja þá um að kanna þetta mál. Hvort það sjáist einhver fótur fyrir þvi´að þessi gífurlega stóra erlenda þjóð hafi verið að sækjast í erfðafræðiupplýsingar um Íslendinga," segir Kári. Kári tekur fram að hann sé með þessu ekki að ásaka Kínverja um njósnir. Gagnabanki Íslenskrar erfðagreiningar geymir verðmætar upplýsingar. „Staðreyndin er sú að ef þú horfir á erfðafræði síðustu ára það sem hefur verið birt í vísindatímartium um erfðafræði á síðustu árum þá hefur helmingur þeirra uppgötvana sem hafa verið gerðar á tengslum milli breytanleika í erfðamenginu og hættum á arfgengum sjúkódmum, helmingur þeirra hefur komið frá okkur," segir Kári. Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins. Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var á Wikileaks kemur fram að Bandaríkjamenn telji að Kínverjar njósni skipulega um erfðagreininga- og heilbrigðisfyrirtæki hér á landi. Kári Stefánsson telur víst að hér séu menn að tala um íslenska erfðagreiningu. „Við tökum þetta mjög alvarlega og við tökum það alltaf alvarlega þegar menn eru að tala um þann möguleika að einhver utanaðkomandi komist í okkar gögn," segir Kári. Eftir að fjölmiðlar greindu frá málinu í gær fóru starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar yfir öryggisbúnað gagnagrunna. Ekkert bendir til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í kerfið. „Við komum til með að leita til fyrirtækis sem við höfum unnið með í gegnum tíðina sem hefur verið að kanna tölvuvarnir okkar og síðast þegar þeir skoðuðu það þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að okkar gögn væru óvenjulega vel varin. Síðan komum við til með að leita til ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og biðja þá um að kanna þetta mál. Hvort það sjáist einhver fótur fyrir þvi´að þessi gífurlega stóra erlenda þjóð hafi verið að sækjast í erfðafræðiupplýsingar um Íslendinga," segir Kári. Kári tekur fram að hann sé með þessu ekki að ásaka Kínverja um njósnir. Gagnabanki Íslenskrar erfðagreiningar geymir verðmætar upplýsingar. „Staðreyndin er sú að ef þú horfir á erfðafræði síðustu ára það sem hefur verið birt í vísindatímartium um erfðafræði á síðustu árum þá hefur helmingur þeirra uppgötvana sem hafa verið gerðar á tengslum milli breytanleika í erfðamenginu og hættum á arfgengum sjúkódmum, helmingur þeirra hefur komið frá okkur," segir Kári.
Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00