Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum 31. mars 2010 05:00 Átta af tíu stærstu kvótaeigendum landsins styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. Tíu af fimmtán stjórnarmönnum í LÍÚ eru þar í forsvari fyrir fyrirtæki sem styrktu flokkinn sama ár. fréttablaðið/stefán Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira