Skíðasamfélagið brjálað út í Jón Gnarr Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 21:39 Það sýður á skíðasamfélaginu. „Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn. Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
„Ég er brjáluð, er maðurinn klikkaður?" spyr Heiður Hjaltadóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, um ummæli Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, sem velti því fyrir sér í viðtali í Kastljósi í kvöld hvort það væri ekki góð hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár. Jón kastaði ummælunum fram sem vangaveltum en aðspurður hvort það væri á teikniborðinu svaraði hann ekki spurningunni heldur velti því fyrir sér hvort þetta væri möguleiki til þess að hlífa öðrum og mikilvægari póstum eins og hann orðaði það. Hann tók fram að lokunin myndi þýða að 87 milljónir gætu sparast. Heiði er ekki skemmt. Hún segist hafa fundað með foreldrum tólf ára barna og yngri eftir Kastljósviðtalið vegna þess að æfingar hefjast á morgun hjá félaginu. Þar hafi foreldrar lýst yfir þungum áhyggjum auk þess sem skíðamenn eru illir á samskiptavefnum Facebook. „Þetta hefur ekki verið viðrað við okkur," svaraði Heiður spurð hvort hugmyndin hefði verið borin undir stjórn félagsins. Hún segir það beinlínis fjarstæðukennt að loka svæðinu enda ekki eingöngu æfingasvæðið fyrir börnin heldur einnig þúsundir sem njóta svæðisins yfir árið. „Það eru engin önnur úrræði," segir Heiður en síðasti vetur var verulega erfiður fyrir félagið vegna snjóleysis. Þá fóru börnin næstum hverja helgi til Akureyrar þar sem þau æfðu sig. „En það stendur ekkert foreldri undir þeim kostnaði til lengdar," segir Heiður. Hún bendir á að ef þetta eru sparnaðarhugmyndir borgarinnar, þá hljóti það að vera hagsýnna að lokum sundlaugum borgarinnar. „Þá sparast mun meira fé," segir Heiður sem áréttar að hún sé að sjálfsögðu ekki að leggja til að loka sundstöðum í Reykjavík, en hugmyndin sé jafn fjarstæðukennd og að loka Bláfjöllum. „Það sauð beinlínis á fólki eftir þetta viðtal. Þau eru svo reið," segir Heiður sem vandar ekki borgarstjóranum kveðjurnar. „Þetta er hætt að vera fyndið, við erum hætt að hafa húmor fyrir svona löguðu," segir Heiður sem biður borgarstjórann vinsamlegast að líta upp úr froðukaffinu og beina sjónum sínum út fyrir utan hundrað og einn.
Tengdar fréttir Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17 Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól. 8. nóvember 2010 21:17
Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. 8. nóvember 2010 20:15