Lífið

Myndskeið á ógnarhraða

jónsi Myndskeið frá tónleikum Jónsa í Los Angeles er komið á Jonsi.com.
fréttablaðið/gva
jónsi Myndskeið frá tónleikum Jónsa í Los Angeles er komið á Jonsi.com. fréttablaðið/gva
Almenningsútvarp Bandaríkjanna, National Public Radio, sýndi fyrir skömmu beint á netinu frá tónleikum Jónsa úr Sigur Rós í hinu sögufræga Wiltern Theater í Los Angeles. Þetta var í fyrsta skipti sem NPR sýndi beint frá tónleikum. Búið er að setja saman skemmtilegt fimm mínútna myndskeið frá tónleikunum sem má finna á síðunni Jonsi.com. Myndskeiðið spannar öll lög tónleikanna á ógnarhraða og hljómar lag Jónsa, Sinking Friendship, undir. Jónsi lýkur tónleikaferð sinni um heiminn á Íslandi í Laugardalshöll 29. desember. Forsala miða fer fram á Midi.is. Uppselt er í stúku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.