Enski boltinn

Wenger: Eyðum ekki peningum sem við eigum ekki til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki bara lunkinn knattspyrnustjóri heldur þykir hann einnig hagsýnn og hann hefur aldrei viljað eyða peningum sem Arsenal á ekki.

Heimspeki Wenger gengur út á að vera réttu megin við núllið og hann hefur ekki viljað eyðileggja fjárhag félagsins með því að versla leikmenn á yfirdrætti.

"Við berum virðingu fyrir því hvernig á að reka félagið. Maður lítur á sum félög sem tapa 100 eða 150 milljónum punda. Ef við myndum gera það þá yrðum við gjaldþrota. Það er ekkert flóknara en það. Þess vegna notum við aðeins þá peninga sem við eigum," sagði Wenger.

"Ég er furðu lostinn yfir því að slík rekstrarstefna komi fólki á óvart. Það kemur mér á óvart að fólk skuli ekki vera virðingu fyrir því hvernig við rekum þetta félag.

"Þetta félag vill ná árangri á sama tíma og fjármálastjórnin er ábyrg. Það er ekki auðvelt í núverandi ástandi þar sem félög eru dugleg að skuldsetja sig og eyða peningum sem þau eiga ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×