Magnús Scheving bauð Sahil á Latabæjarsýninguna á Íslandi Valur Grettisson skrifar 19. mars 2010 22:00 Sahil Saeed er hugsanlega á leiðinni til Íslands. Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, hefur falið blaðafulltrúa sínum í Bretlandi að bjóða hinum fimm ára gamla Sahil Saeed og fjölskyldu til Íslands næstu helgi til þess að fylgjast með Latabæjarsýningunni. Þetta kom fram í viðtali við Magnús í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sahil var rænt í Pakistan í byrjun mars og vakti málið heimsathygli. Sahil, sem er breskur af pakistönskum uppruna, var rænt frá ömmu sinni þann 3. mars. Tveimur vikum síðar borgaði faðir hans mannræningjunum um 20 milljónir króna í lausnarfé. Skiptin fóru fram í París og var drengnum sleppt stuttu síðar. Lögreglan handtók svo þrennt fyrir mannránið. Vísir greindi frá því í vikunni að það fyrsta sem Sahil spurði móður sína að í gegnum síma eftir að hann var látinn laus, var hvar dúkkan hans af íþróttaálfinum væri. Móðir hans sagði svo í viðtali við BBC að sonur sinn væri gríðarlegur aðdáandi Latabæjar. Íþróttaálfurinn talar við börnin. Hann reynir að koma til hjálpar þegar hann getur. „Blaðafulltrúinn í Bretlandi er búinn að tala við fjölskylduna og þá er spurningin að senda honum eitthvað sniðugt og kveðju frá Íþróttaálfinum. Svo ætlum við að bjóða honum á sýninguna næstu helgi," sagði hann í viðtalinu á Bylgjunni. „Það er svo gaman að heyra svona sögu sem endar vel," segir Magnús en það hefur ekki alltaf gerst. Áður aðstoðaði hann foreldra Madelaine McCann, sem var rænt í Portúgal. Hún fannst hinsvegar aldrei. Magnús segir í ævintýrinu séu persónur með nokkurskonar kristal sem kallar á Íþróttaálfinn þegar þau eru í vandræðum. Þá kemur álfurinn stökkvandi úr loftfarinu og bjargar deginum. „Þegar ég hef ferðast um heiminn sem Íþróttaálfurinn er ég stundum spurður: Af hverju komstu ekki? Þá verður maður dálítið sorgmæddur að geta ekki aðstoðað og veit eiginlega ekki hverju skal svara," segir Magnús sem vill nú koma Sahil til Íslands til þess að hitta átrúnaðargoðið sitt. „Hjartað tekur alltaf kipp við að heyra svona fréttir. Ég er bara feginn að þetta endaði vel," segir Magnús.Óvíst er hvort Sahil litli komi til Íslands að sögn Magnúsar. Hann segir það velta á því hvort fjölskyldan sé tilbúin til þess. Séu þau til, gæti Sahil litli skotið upp kollinum í Laugardalnum þar sem hátíðin mun fara fram. Tengdar fréttir Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00 Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, hefur falið blaðafulltrúa sínum í Bretlandi að bjóða hinum fimm ára gamla Sahil Saeed og fjölskyldu til Íslands næstu helgi til þess að fylgjast með Latabæjarsýningunni. Þetta kom fram í viðtali við Magnús í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sahil var rænt í Pakistan í byrjun mars og vakti málið heimsathygli. Sahil, sem er breskur af pakistönskum uppruna, var rænt frá ömmu sinni þann 3. mars. Tveimur vikum síðar borgaði faðir hans mannræningjunum um 20 milljónir króna í lausnarfé. Skiptin fóru fram í París og var drengnum sleppt stuttu síðar. Lögreglan handtók svo þrennt fyrir mannránið. Vísir greindi frá því í vikunni að það fyrsta sem Sahil spurði móður sína að í gegnum síma eftir að hann var látinn laus, var hvar dúkkan hans af íþróttaálfinum væri. Móðir hans sagði svo í viðtali við BBC að sonur sinn væri gríðarlegur aðdáandi Latabæjar. Íþróttaálfurinn talar við börnin. Hann reynir að koma til hjálpar þegar hann getur. „Blaðafulltrúinn í Bretlandi er búinn að tala við fjölskylduna og þá er spurningin að senda honum eitthvað sniðugt og kveðju frá Íþróttaálfinum. Svo ætlum við að bjóða honum á sýninguna næstu helgi," sagði hann í viðtalinu á Bylgjunni. „Það er svo gaman að heyra svona sögu sem endar vel," segir Magnús en það hefur ekki alltaf gerst. Áður aðstoðaði hann foreldra Madelaine McCann, sem var rænt í Portúgal. Hún fannst hinsvegar aldrei. Magnús segir í ævintýrinu séu persónur með nokkurskonar kristal sem kallar á Íþróttaálfinn þegar þau eru í vandræðum. Þá kemur álfurinn stökkvandi úr loftfarinu og bjargar deginum. „Þegar ég hef ferðast um heiminn sem Íþróttaálfurinn er ég stundum spurður: Af hverju komstu ekki? Þá verður maður dálítið sorgmæddur að geta ekki aðstoðað og veit eiginlega ekki hverju skal svara," segir Magnús sem vill nú koma Sahil til Íslands til þess að hitta átrúnaðargoðið sitt. „Hjartað tekur alltaf kipp við að heyra svona fréttir. Ég er bara feginn að þetta endaði vel," segir Magnús.Óvíst er hvort Sahil litli komi til Íslands að sögn Magnúsar. Hann segir það velta á því hvort fjölskyldan sé tilbúin til þess. Séu þau til, gæti Sahil litli skotið upp kollinum í Laugardalnum þar sem hátíðin mun fara fram.
Tengdar fréttir Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00 Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00
Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30