Magnús Scheving bauð Sahil á Latabæjarsýninguna á Íslandi Valur Grettisson skrifar 19. mars 2010 22:00 Sahil Saeed er hugsanlega á leiðinni til Íslands. Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, hefur falið blaðafulltrúa sínum í Bretlandi að bjóða hinum fimm ára gamla Sahil Saeed og fjölskyldu til Íslands næstu helgi til þess að fylgjast með Latabæjarsýningunni. Þetta kom fram í viðtali við Magnús í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sahil var rænt í Pakistan í byrjun mars og vakti málið heimsathygli. Sahil, sem er breskur af pakistönskum uppruna, var rænt frá ömmu sinni þann 3. mars. Tveimur vikum síðar borgaði faðir hans mannræningjunum um 20 milljónir króna í lausnarfé. Skiptin fóru fram í París og var drengnum sleppt stuttu síðar. Lögreglan handtók svo þrennt fyrir mannránið. Vísir greindi frá því í vikunni að það fyrsta sem Sahil spurði móður sína að í gegnum síma eftir að hann var látinn laus, var hvar dúkkan hans af íþróttaálfinum væri. Móðir hans sagði svo í viðtali við BBC að sonur sinn væri gríðarlegur aðdáandi Latabæjar. Íþróttaálfurinn talar við börnin. Hann reynir að koma til hjálpar þegar hann getur. „Blaðafulltrúinn í Bretlandi er búinn að tala við fjölskylduna og þá er spurningin að senda honum eitthvað sniðugt og kveðju frá Íþróttaálfinum. Svo ætlum við að bjóða honum á sýninguna næstu helgi," sagði hann í viðtalinu á Bylgjunni. „Það er svo gaman að heyra svona sögu sem endar vel," segir Magnús en það hefur ekki alltaf gerst. Áður aðstoðaði hann foreldra Madelaine McCann, sem var rænt í Portúgal. Hún fannst hinsvegar aldrei. Magnús segir í ævintýrinu séu persónur með nokkurskonar kristal sem kallar á Íþróttaálfinn þegar þau eru í vandræðum. Þá kemur álfurinn stökkvandi úr loftfarinu og bjargar deginum. „Þegar ég hef ferðast um heiminn sem Íþróttaálfurinn er ég stundum spurður: Af hverju komstu ekki? Þá verður maður dálítið sorgmæddur að geta ekki aðstoðað og veit eiginlega ekki hverju skal svara," segir Magnús sem vill nú koma Sahil til Íslands til þess að hitta átrúnaðargoðið sitt. „Hjartað tekur alltaf kipp við að heyra svona fréttir. Ég er bara feginn að þetta endaði vel," segir Magnús.Óvíst er hvort Sahil litli komi til Íslands að sögn Magnúsar. Hann segir það velta á því hvort fjölskyldan sé tilbúin til þess. Séu þau til, gæti Sahil litli skotið upp kollinum í Laugardalnum þar sem hátíðin mun fara fram. Tengdar fréttir Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00 Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, hefur falið blaðafulltrúa sínum í Bretlandi að bjóða hinum fimm ára gamla Sahil Saeed og fjölskyldu til Íslands næstu helgi til þess að fylgjast með Latabæjarsýningunni. Þetta kom fram í viðtali við Magnús í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sahil var rænt í Pakistan í byrjun mars og vakti málið heimsathygli. Sahil, sem er breskur af pakistönskum uppruna, var rænt frá ömmu sinni þann 3. mars. Tveimur vikum síðar borgaði faðir hans mannræningjunum um 20 milljónir króna í lausnarfé. Skiptin fóru fram í París og var drengnum sleppt stuttu síðar. Lögreglan handtók svo þrennt fyrir mannránið. Vísir greindi frá því í vikunni að það fyrsta sem Sahil spurði móður sína að í gegnum síma eftir að hann var látinn laus, var hvar dúkkan hans af íþróttaálfinum væri. Móðir hans sagði svo í viðtali við BBC að sonur sinn væri gríðarlegur aðdáandi Latabæjar. Íþróttaálfurinn talar við börnin. Hann reynir að koma til hjálpar þegar hann getur. „Blaðafulltrúinn í Bretlandi er búinn að tala við fjölskylduna og þá er spurningin að senda honum eitthvað sniðugt og kveðju frá Íþróttaálfinum. Svo ætlum við að bjóða honum á sýninguna næstu helgi," sagði hann í viðtalinu á Bylgjunni. „Það er svo gaman að heyra svona sögu sem endar vel," segir Magnús en það hefur ekki alltaf gerst. Áður aðstoðaði hann foreldra Madelaine McCann, sem var rænt í Portúgal. Hún fannst hinsvegar aldrei. Magnús segir í ævintýrinu séu persónur með nokkurskonar kristal sem kallar á Íþróttaálfinn þegar þau eru í vandræðum. Þá kemur álfurinn stökkvandi úr loftfarinu og bjargar deginum. „Þegar ég hef ferðast um heiminn sem Íþróttaálfurinn er ég stundum spurður: Af hverju komstu ekki? Þá verður maður dálítið sorgmæddur að geta ekki aðstoðað og veit eiginlega ekki hverju skal svara," segir Magnús sem vill nú koma Sahil til Íslands til þess að hitta átrúnaðargoðið sitt. „Hjartað tekur alltaf kipp við að heyra svona fréttir. Ég er bara feginn að þetta endaði vel," segir Magnús.Óvíst er hvort Sahil litli komi til Íslands að sögn Magnúsar. Hann segir það velta á því hvort fjölskyldan sé tilbúin til þess. Séu þau til, gæti Sahil litli skotið upp kollinum í Laugardalnum þar sem hátíðin mun fara fram.
Tengdar fréttir Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00 Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Slapp frá mannræningjum og spurði um íþróttaálfinn Móðir hins fimm ára gamla Sahil Saeed segir að það fyrsta sem drengurinn spurði sig að eftir að hann var látinn laus af mannræningjum í nótt, var hvar leikföngin hans úr Latabæ voru. 16. mars 2010 21:00
Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. 18. mars 2010 23:30