Lífið

Hættulegt að setja sér markmið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson blaðamaður gefur út sína fyrstu bók fyrir jólin. Mynd/ Anton.
Óskar Hrafn Þorvaldsson blaðamaður gefur út sína fyrstu bók fyrir jólin. Mynd/ Anton.
Það er hálfsúrrealískt að koma nýr inn á bókamarkaðinn, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson blaðamaður og fyrrverandi fréttastóri Stöðvar 2 og Vísis. Fréttablaðið sagði frá því á laugardaginn að aldrei áður hafi verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og nú. Alls eru 85 íslensk skálverk skráð í Bókatíðindi þetta árið og er það um tólf titlum meira en metárið 2007.

Óskar Hrafn er einn þeirra sem er að gefa út sína fyrstu bók, Martröð millanna, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn. „Maður er einhvern veginn að þykjast vera að etja kappi við þessa menn sem eru búnir að gefa út tugi bóka, en einhversstaðar verður maður að byrja," segir Óskar Hrafn.

Óskar segist vera óviss um það hvaða markmið hann geti sett sér en fyrsta prentun sé 2000 eintök. „Ætli það sé ekki hið raunhæfa markmið," segir Óskar Hrafn.

Hann telur annars að það sé hættulegt að setja sér markmið. „Af því að maður rennur svo svakalega blint í sjóinn. Það er auðveldara eftir viku, þá er bókin búin að fá dóma og svona," segir Óskar Hrafn. Þá fyrst sé hægt að sjá hvort áhugi er fyrir bókinni.

Þótt enn séu þrír dagar þar til að Martröð millanna kemur í verslanir er Óskar Hrafn þegar byrjaður að kynna hana á fésbókinni. Hægt er að lesa brot úr bókinni með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.