Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Við máttum alls ekki við tapi

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er gríðarlega sáttur með að hafa haldið markinu hreinu en það hefur ekki gerst í sumar," sagði Gunnlaugur Jónsson ,þjálfari Valsara, eftir jafnteflið við Grindavík á Hlíðarenda í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Leikurinn bar þess keim að hér voru tvö lið að mættast sem hafa verið í ákveðnum vandræðum í sumar og það hefur sennilega ekki verið neitt sérstakt að veru upp í stúku," sagði Gunnlaugur.

„Við máttum alls ekki við tapi hér í kvöld eftir niðurlæginguna í síðust umferð og því er þetta stig frekar mikilvægt fyrir okkur," sagði Gunnlaugur.

Valsmenn hafa ekki unnið leik síðan 14.júní síðastliðin og eru greinilega í töluverðum vandræðum.

„Það er ekkert leyndarmál að þetta er að fara inn á sálina hjá strákunum. Það tekur á mann þegar það gengur ekki eins og skyldi, en við verðum bara að halda áfram okkar vinnu," sagði Gunnlaugur.

Næsti leikur Valsmanna er gegn Fylki í Árbænum sem verður að teljast gríðarlega mikilvægur leikur fyrir lærisveina Gunnlaugs.

„Við ætlum okkur sigur í þeim leik og förum í Árbæinn til að sækja öll þrjú stigin," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×