Innlent

Hringdi heim til Spánar eftir hjálp

Boði Logason skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Mynd/fréttablaðið
Spænskur ferðamaður hringdi heim til Spánar eftir hjálp því hann taldi að hann væri týndur í Seyðisfirði síðustu helgi. Nærstaddir ferðalangar höfðuð boðið honum aðstoð en hann afþakkaði hana og hringdi þess í stað til Spánar.

Þetta kemur fram á Austurglugganum en þar segir að spænski ferðamaðurinn hafi verið kominn vel út með Seyðisfirði og segir lögreglan að hann hafi verið í „einhverju reiðuleysi". Yfirlögregluþjónn segir að hann hafi aldrei verið týndur né verið í hættu.

Hann hringdi heim til Spánar og þaðan var hringt í íslensku neyðarlínuna og beðið um hjálp fyrir hans hönd. Lögreglan staðfesti að maðurinn hefði ekki verið allsgáður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×