Innlent

Ekið á lömb á Vestfjörðum

Oft eru lömb að leik við þjóðvegi landsins.
Oft eru lömb að leik við þjóðvegi landsins.

Ekið var á sjö lömb og ein kind á Vestfjörðum í liðinni viku, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan beinir því janframt til ökumanna að gæta gæta varúðar þegar ekið er um þjóðvegina á Vestfjörðum þar sem sauðfé sé víða meðfram vegum.

Í tilkynningunni kemur fram að tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu þar af tvö um slys á fólki og í bæði skiptin í nágreni við Hólmavík á Djúpvegi , þjóðvegi nr. 61.

Fyrra skiptið var miðvikudaginn 14. Júlí og var þar um útafakstur að ræða. Ökumaður var fluttur á heilsugæslustöðina á Hólmavík og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Síðara slysið varð einnig á Djúpvegi, ekki langt frá Hólmavík, þar var einnig um útafakstur að ræða, ökumaður og farþegi hans fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Hin óhöppin töldust minniháttar, en þó um skemmdir á ökutækjum að ræða.


Tengdar fréttir

Búið að keyra niður 75 kindur fyrir vestan

Sjötíu og fimm kindur hafa verið keyrðar niður á þjóðvegum á Vestfjörðum á tímabilinu 17. maí til 11. júlí. Síðast í fyrrinótt var ekið yfir tvö lömb sem bæði drápust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×