Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Ingimar Karl Helgason skrifar 11. nóvember 2010 12:11 Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherrar. Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira