Íslenski boltinn

Gunnar kominn með leikheimild hjá FH - Framlengdi ekki við KR

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gunnar í leik með KR.
Gunnar í leik með KR. Fréttablaðið/Daníel
Gunnar Kristjánsson er kominn með leikheimild hjá FH. Hann verður lánaður út tímabilið en eftir það verður hann samningslaus. Hann má ekki spila á móti KR í sumar en rætt var við hann um nýjan samning á dögunum.

Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR við Vísi.

"Það hefur verið í umræðunni að framlengja samninginn við hann en það var ekki skrifað undir neitt," segir Kristinn.

Gunnar getur því spilað með FH í næstu umferð Pepsi-deildarinnar, gegn ÍBV í Eyjum þann 5. ágúst.

Kristinn staðfesti jafnframt að KR ætlaði ekki að fá til sín neina leikmenn fyrir lok félagaskiptagluggans um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×