Innlent

Meirihlutaviðræður í Kópavogi ganga vel

Ólafur Þór segir ekkert benta til annars en að þessi meirihluti verði myndaður.
Ólafur Þór segir ekkert benta til annars en að þessi meirihluti verði myndaður.
Meirihlutaviðræður í Kópavogi ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi bæjarstjórastólinn.

Fjórir flokkar í Kópavogi standa að þessari meirihlutamyndun, Samfylking, Vinstri grænir, listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn.  Saman eru þeir með sex bæjarfulltrúa af ellefu.

Flokkarnir funduðu í gær en Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti vinstri grænna í Kópavogi, segir viðræður gangi vel. „Það er ekkert í spilunum allavegana sem hefur komið fram hingað til sem bendir til annars en að þessi meirihluti verði myndaður,“ segir Ólafur.

Flokkarnir hafa tekið neinar ákvarðanir varðandi bæjarstjórastólinn.

„Það hafa engar ákvarðanir verið teknar varðandi bæjarstjórastól eða útbýtingu embætta, en miðað við hvernig gangurinn er í viðræðunum þá hef ekki eina einustu áhyggjur að það gangi bara mjög vel að leysa þau mál.“


Tengdar fréttir

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“

„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokknum, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×