Urðu frá að hverfa í gær 30. september 2010 05:15 Landamærahliðið við Erez Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar.nordicphotos/AFP „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
„Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira