Urgur í bókaútgefendum 26. nóvember 2010 06:00 Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, vill halda N1 inni á metsölulista bókaútgefanda; hann vill bara að menn umgangist listann af virðingu.Fréttablaðið/Stefán „Þessi listi er okkur mjög mikilvægur og það er mjög slæmt þegar vantraust myndast á hann,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hætt við að birta metsölulista bókaverslana sem Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman. Ástæðan var sú að þau þrjú hundruð eintök af ævisögu Jónínu Ben sem Office 1 keypti og seldi í sínum verslunum í síðustu viku voru einnig inni í sölutölum N1. Kristján Kristjánsson hjá bókaforlaginu Uppheimum var ekki hrifinn af áðurnefndum viðskiptagjörningi Office 1. „Það eru sérkennilegir viðskiptahættir að kaupa bók á fjögur þúsund krónur og selja á tvö þúsund.“ Kristján segist líka vera undrandi á því að allir dreifingaraðilar sitji ekki við sama borð. „Forlögin geta selt töluvert magn af hverri bók í sinni verslun. Þær tölur eru hins vegar ekki hafðar með inni í þessum lista.“ Egill Örn Jóhannsson, varaformaður Félags bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins, rifjar upp að fyrir fimm árum hafi staðið mikill styr um sambærilegan lista þegar matreiðslubækur Hagkaups plöntuðu sér í fimm efstu sætin. Þær voru þá eingöngu til sölu í þeim verslunum. Í kjölfarið var sett sú regla að listinn tæki eingöngu til þeirra bóka sem stæðu öðrum endursöluaðilum til boða. Egill er sjálfur ekki hrifinn af slíkum reglugerðum en vill að menn umgangist sölutölurnar og listann af virðingu, hann sé mikilvægt kynningar- og auglýsingatæki. „Listinn á að gefa sem bestu mynd af bóksölu á landinu og menn mega ekki misnota það tæki.“- fgg Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
„Þessi listi er okkur mjög mikilvægur og það er mjög slæmt þegar vantraust myndast á hann,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hætt við að birta metsölulista bókaverslana sem Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman. Ástæðan var sú að þau þrjú hundruð eintök af ævisögu Jónínu Ben sem Office 1 keypti og seldi í sínum verslunum í síðustu viku voru einnig inni í sölutölum N1. Kristján Kristjánsson hjá bókaforlaginu Uppheimum var ekki hrifinn af áðurnefndum viðskiptagjörningi Office 1. „Það eru sérkennilegir viðskiptahættir að kaupa bók á fjögur þúsund krónur og selja á tvö þúsund.“ Kristján segist líka vera undrandi á því að allir dreifingaraðilar sitji ekki við sama borð. „Forlögin geta selt töluvert magn af hverri bók í sinni verslun. Þær tölur eru hins vegar ekki hafðar með inni í þessum lista.“ Egill Örn Jóhannsson, varaformaður Félags bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins, rifjar upp að fyrir fimm árum hafi staðið mikill styr um sambærilegan lista þegar matreiðslubækur Hagkaups plöntuðu sér í fimm efstu sætin. Þær voru þá eingöngu til sölu í þeim verslunum. Í kjölfarið var sett sú regla að listinn tæki eingöngu til þeirra bóka sem stæðu öðrum endursöluaðilum til boða. Egill er sjálfur ekki hrifinn af slíkum reglugerðum en vill að menn umgangist sölutölurnar og listann af virðingu, hann sé mikilvægt kynningar- og auglýsingatæki. „Listinn á að gefa sem bestu mynd af bóksölu á landinu og menn mega ekki misnota það tæki.“- fgg
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira