Innlent

Umferðin liggur norður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan fylgist með umferð alla helgina. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan fylgist með umferð alla helgina. Mynd/ Pjetur.
Þung umferð liggur nú í gegnum Borgarnes og norður í land, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lögreglueembættin hafa verið með virkt umferðareftirlit í dag og verður því haldið áfram alla helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluumdæmum í Borgarnesi, Blönduósi og á Akureyri hefur umferð gengið áfallalaust hingað til. Frá lögreglunni á Selfossi fengust þær upplýsingar að umferð í umdæminu væri tiltölulega lítil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×