Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman 6. nóvember 2010 15:37 Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur
Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00
Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58
Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32
Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00