Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman 6. nóvember 2010 15:37 Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur
Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00
Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58
Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32
Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00