Lífið

Hundelt með barnið í fanginu

Sandra Bullock og Louis. MYNDIR/Cover Media
Sandra Bullock og Louis. MYNDIR/Cover Media

Sandra Bullock, 46 ára, hélt þéttingsfast utan um son sinn, Louis, í gær á hlaupum um götur New York borgar.

Sandra hefur verið hundelt af ljósmyndurum allan sólahringinn eftir að hún skildi við mótorhjólaframleiðandann Jesse James og ættleiddi Louis. Framhjáhald James kom eins og elding úr heiðskíru lofti stuttu eftir að Bullock vann Óskarsverðlaun fyrir besta leik síðasta vor og skildu þau í kjölfarið eftir fimm ára hjónaband.

„Louis er níu mánaða gamall og Sandra nýtur þess að sinna honum en nú er kominn tími til að verða ástfangin að hennar mati," er haft eftir nánum vini Söndru sem sagði jafnframt að Sandra lætur oftar til leiðast að kíkja á næturlífið í fylgd vina í Hollywood þar sem hún skoðar úrvalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.