„Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ 29. apríl 2010 12:53 Frá kvennafrídeginum fyrir fimm árum. Mynd/Haraldur Jónasson Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. „Við höfum ákveðið að þann 24. október á 35 ára afmæli kvennafrídagsins, eða kvennaverkfallsins eftir því hvernig konur skilgreina það í huga sér, ætlum við að halda alþjóðalega ráðstefnu. Það er sunnudagur og konur eru ekki óþekkar á sunnudögum. Það hefur lítið upp á sig," segir Guðrún. Viðfangsefni ráðstefnunnar er ofbeldi gegn konum og segir Guðrún að von sé á fjölda erlendra gesta. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo sem er umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna í ofbeldismálum sem varða konur. „Það að hún skuli koma hingað er mikill heiður og setur þessa ráðstefnu á mikinn stall," segir Guðrún.Leggja niður vinnu Daginn eftir ætla konur að leggja niður vinnu, að sögn Guðrúnar. „Mánudaginn 25. október ætlum við að vinna sanngjarnan vinnudag miðað við launin okkar og gera það sama og við gerðum árið 2005. Þá söfnuðust 50 þúsund konur saman á götum borgarinnar klukkan 14:08. Þá höfðu við unnið 2/3 hluta vinnudagsins en það samsvarar þeim launum sem við höfum miðað við karla þegar heildarlaunin eru skoðuð." Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. „Við bíðum eftir tölum til að reikna út hver stundin verður í ár en við teljum að það sé mjög áhugavert að vita á hvaða leið við erum og hversu hratt við förum," segir Guðrún. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsetrinu kvennafri.is. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. „Við höfum ákveðið að þann 24. október á 35 ára afmæli kvennafrídagsins, eða kvennaverkfallsins eftir því hvernig konur skilgreina það í huga sér, ætlum við að halda alþjóðalega ráðstefnu. Það er sunnudagur og konur eru ekki óþekkar á sunnudögum. Það hefur lítið upp á sig," segir Guðrún. Viðfangsefni ráðstefnunnar er ofbeldi gegn konum og segir Guðrún að von sé á fjölda erlendra gesta. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo sem er umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna í ofbeldismálum sem varða konur. „Það að hún skuli koma hingað er mikill heiður og setur þessa ráðstefnu á mikinn stall," segir Guðrún.Leggja niður vinnu Daginn eftir ætla konur að leggja niður vinnu, að sögn Guðrúnar. „Mánudaginn 25. október ætlum við að vinna sanngjarnan vinnudag miðað við launin okkar og gera það sama og við gerðum árið 2005. Þá söfnuðust 50 þúsund konur saman á götum borgarinnar klukkan 14:08. Þá höfðu við unnið 2/3 hluta vinnudagsins en það samsvarar þeim launum sem við höfum miðað við karla þegar heildarlaunin eru skoðuð." Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. „Við bíðum eftir tölum til að reikna út hver stundin verður í ár en við teljum að það sé mjög áhugavert að vita á hvaða leið við erum og hversu hratt við förum," segir Guðrún. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsetrinu kvennafri.is.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira