Innlent

Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6.  Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter.

Upptök skjálftanna í nótt voru á miklu dýpi eins og undanfarið, sem bendir til að eldgos sé ekki í aðsigi. Þrátt fyrir það hafa Almannavarnir ekki aflýst viðbúnaðarástandi og fylgjast grannt með framvindu á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×