Innlent

Flóð byrjað að renna niður suðurhlíðar jökulsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatnsrennslið er enn að aukast. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Vatnsrennslið er enn að aukast. Mynd/ Landhelgisgæslan.

Vatnsrennsli frá Gígjökli er enn vaxandi. Göngubrúin er alveg farin og fylgir flóðinu í átt til sjávar, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild lögreglunnar. Flóð er að byrja koma niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls segir bóndinn á Þorvaldseyri í samtali við lögregluna og Jón Ársæll Þórðarsson tekur undir það.

Bændur sem fóru inn á skilgreind hættusvæði í morgun til að huga að skepnum eru beðnir að yfirgefa svæðin strax. Náið er fylgst með neysluvatni á svæðinu og bæði leiðni og sýrustig mælt tvisvar á dag. Ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós.

Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður er staddur að Stóru Borg beint suður af hábungu Jökulsins og segist hann sjá flóðið mjög greinilega. „Við erum að sjá gríðarlegt flóð úr jöklinum beint í norður. Þetta er tunga eins og breitt fljót svart á lit sem er í töluverðri breytingu.

Að sögn Jóns er flóðið langt austan við Markarfljótið þar sem búist er við hlaupi, á milli bæjanna Seljavalla og Þorvaldseyrar.

„Þetta virðist vera svart á litinn og er komið að jökulrótum," segir Jón. „Ég giska á að þetta sé tæpur kílómetri á breidd neðst í flóðinu."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×