Innlent

Besti flokkurinn stofnaður í Bandaríkjunum

Valur Grettisson skrifar
Jón Gnarr stingur upp á því að risastytta af tortímandanum verði reist í Kaliforníu.
Jón Gnarr stingur upp á því að risastytta af tortímandanum verði reist í Kaliforníu.

„Ætli þetta sé ekki upphafið af heimsbyltingu Besta flokksins," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður flokksins og framkvæmdastjóri hans, en nú hafa Bandaríkjamenn uppgvötað Besta flokkinn.

Þannig hefur flokkurinn verið stofnaður í Kaliforníu, nánar tiltekið í Ventura-sýslu.

Samkvæmt upplýsingum frá Heiðu þá eru þessir aðilar alls ótengdir flokksmönnum Besta flokksins hér á landi. Aftur á móti hafa þeir sett sig í samband við Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, og beðið hann um góð ráð.

Og hann lætur ekki sitt eftir liggja. Þannig skrifar Jón uppástungu á Facebook-síðu Besta flokksins í Kaliforníu:

„Terminator mega size statue with moving parts and working guns, shouting: "Don't be economic girlie men." The tourists will love it!"

Þetta mætti þýða gróflega svona: „Risastór stytta af Tortímandanum vopnaður byssu með hreyfanlegar hendur þar sem hann hrópar: „Ekki vera hagfræðilegur stelpustrákur." Ferðamenn munu elska það."

Meðlimir flokksins á Facebook eru rúmlega tvöhundruð. Þar á meðal er fjöldinn allur af Íslendingum sem virðast kunna vel að meta framtak Bandaríkjamannanna.

Hægt er að nálgast síðu bandaríska útibúsins hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×