Innlent

Sælgætisverksmiðjunni fargað

Brjóstsykursverksmiðjan hafði verið starfrækt á Dalvík. Í henni var framleiddur svonefndur Bitmoli, sem seldur var í krukkum.
Brjóstsykursverksmiðjan hafði verið starfrækt á Dalvík. Í henni var framleiddur svonefndur Bitmoli, sem seldur var í krukkum.

Botn virðist fenginn í mál brjóstsykurs­verksmiðjunnar sem hvarf í Hafnarfirði í fyrrasumar. Einungis tveimur dögum eftir að sælgætis­gerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason sagði frá hvarfi verksmiðju sinnar í Fréttablaðinu fyrir tæpum þremur vikum hafði ungur maður samband við hann og gat varpað nokkru ljósi á atburðarásina.

Ungi maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist hafa keypt gáminn sem verksmiðjan var geymd í, ásamt öllu innihaldi hans, af eiganda hússins sem gámurinn stóð við. Hann hafi einungis viljað nota gáminn og því fargað innihaldinu, þriggja milljóna króna brjóstsykursverksmiðjunni, hjá gámaþjónustunni á Akranesi.

Jóhannes segist ekki hafa farið upp á Skaga til að kanna hvort eitthvað finnist af verksmiðjunni, en hann búist frekar við að hún sé orðin að brotajárni og týnd.

Jóhannes hafði áður kært hvarfið til lögreglu sem þjófnað en málið var látið niður falla eftir margra mánaða árangurslausa rannsókn. Nú segist Jóhannes ætla að kæra málið á nýjan leik og vonast til þess að fá skaðann bættan, að minnsta kosti að hluta. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×