Lífið

Missti af brúðkaupinu

Söngkonunni fannst leiðinlegt að missa af brúðkaupi Katy Perry og Russells Brand.
Söngkonunni fannst leiðinlegt að missa af brúðkaupi Katy Perry og Russells Brand.

Söngkonunni Rihönnu fannst afar leiðinlegt að missa af brúðkaupi stjörnuparsins Katy Perry og Russells Brand sem var haldið á Indlandi fyrir skömmu. Hún var stödd í New York til að kynna nýjustu plötu sína Loud og komst ekki í burtu.

„Platan kemur út eftir tvær vikur og ég varð að vera á staðnum. Við komumst ekki í neitt síma- eða netsamband við þau úti og það fór alveg með mig. Ég hlakkaði mikið að mæta í brúðkaupið en hún skildi alveg stöðu mína. En ég var ánægð með að ég gat haldið fyrir hana gæsapartí," sagði Rihanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.