Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden 20. september 2010 17:53 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að erfiðara sé að fá fund með Jóni Gnarr en Osama Bin Laden. „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli." Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli."
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira