Birta vill afsökunarbeiðni frá rektor LHÍ 18. febrúar 2010 20:41 Birta Björnsdóttir. Mynd/ Stefán Karlsson. Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir hefur sent rektor Listaháskóla Íslands bréf þar sem hún krefst þess að hann biðji hana afsökunar á viðbrögðum Lindu Bjarkar Árnadóttur, fagstjóra fatahönnunardeildar skólans. Þetta kom fram á vefsíðunni Miðjan.is. Ástæðan er frétt Fréttablaðsins sem birtist í vikunni en þar gagnrýndi Linda kjóla sem sjónvarpskonurnar Eva María og Ragnhildur Steinunn klæddust þegar þær kynntu Júróvisjón. Bréfið sem Linda sendi Evu Maríu var svohljóðandi: „Sæl.Þið stöllur voruð í einhverjum ljóstustu kjólum sem ég hef séð í kvöld í sjónvarpinu.Þið hjá RUV eigið berið þá ábyrgð að sýna ávalt það sem er best í menningu, hönnun og listum.Ykkur tókst í kvöld að upphefja eitthvað það versta sem er að gerast í fatahönnun á Íslandiog sýna stórkostlegan skort á fagmennsku og það ekki í fyrsta skipti.þetta myndi ekki gerast hjá BBC.Kveðja.Linda Björg Árnadóttir.Fagstjóri í fatahönnun við LHÍ." Í niðurlagi bréfsins segir Birta orðrétt: „Væri eðlilegt að fagstjóri leiklistardeildar Listaháskólans gagnrýndi Jón Gnarr og RÚV fyrir leik hans í áramótaskaupinu með orðunum „mér þykir leikur hans lélegur", og eins um leik Péturs Jóhanns í Fangavaktinni með orðunum „einhvað það versta sem er að gerast í leiklist". Báðir þessir leikarar eru ófaglærðir en þrátt fyrir það einir ástsælustu leikarar þjóðarinnar. Að sjálfsögðu eru fagstjóri leiklistardeildarinnar og fagstjórar annarra deilda innan skólans meiri fagmenn en það. Þar sem mér, Birtu Björnsdóttur, þykir hafa verið brotið gróflega á mér af hendi Listaháskólans og starfsfólks hans og hönnun mín nídd á óréttlátan hátt í fjölmiðlum, fer ég tafarlaust fram á formlega afsökunarbeiðni að hálfu skólans." Hægt er að lesa bréfið í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir hefur sent rektor Listaháskóla Íslands bréf þar sem hún krefst þess að hann biðji hana afsökunar á viðbrögðum Lindu Bjarkar Árnadóttur, fagstjóra fatahönnunardeildar skólans. Þetta kom fram á vefsíðunni Miðjan.is. Ástæðan er frétt Fréttablaðsins sem birtist í vikunni en þar gagnrýndi Linda kjóla sem sjónvarpskonurnar Eva María og Ragnhildur Steinunn klæddust þegar þær kynntu Júróvisjón. Bréfið sem Linda sendi Evu Maríu var svohljóðandi: „Sæl.Þið stöllur voruð í einhverjum ljóstustu kjólum sem ég hef séð í kvöld í sjónvarpinu.Þið hjá RUV eigið berið þá ábyrgð að sýna ávalt það sem er best í menningu, hönnun og listum.Ykkur tókst í kvöld að upphefja eitthvað það versta sem er að gerast í fatahönnun á Íslandiog sýna stórkostlegan skort á fagmennsku og það ekki í fyrsta skipti.þetta myndi ekki gerast hjá BBC.Kveðja.Linda Björg Árnadóttir.Fagstjóri í fatahönnun við LHÍ." Í niðurlagi bréfsins segir Birta orðrétt: „Væri eðlilegt að fagstjóri leiklistardeildar Listaháskólans gagnrýndi Jón Gnarr og RÚV fyrir leik hans í áramótaskaupinu með orðunum „mér þykir leikur hans lélegur", og eins um leik Péturs Jóhanns í Fangavaktinni með orðunum „einhvað það versta sem er að gerast í leiklist". Báðir þessir leikarar eru ófaglærðir en þrátt fyrir það einir ástsælustu leikarar þjóðarinnar. Að sjálfsögðu eru fagstjóri leiklistardeildarinnar og fagstjórar annarra deilda innan skólans meiri fagmenn en það. Þar sem mér, Birtu Björnsdóttur, þykir hafa verið brotið gróflega á mér af hendi Listaháskólans og starfsfólks hans og hönnun mín nídd á óréttlátan hátt í fjölmiðlum, fer ég tafarlaust fram á formlega afsökunarbeiðni að hálfu skólans." Hægt er að lesa bréfið í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira