Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2010 18:45 Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnti efni fjárlaga ársins 2011 fyrir fréttamönnum á lfundi í Þjóðminjasafninu í morgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði skorin niður um þrjátíu og tvo milljarða á næsta ári. Þar vegur nokkuð þungt niðurskurður í velferðarkerfinu, en að raunvirði nemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 6,2 milljörðum króna. Til gamans má geta nemur slík upphæð hálfum Héðinsfjarðargöngum sem verða vígð á morgun og kostuðu tólf milljarða króna. Undir liðnum almannatryggingar og velferðarmál er skorið niður um 4,5 milljarða króna. Alls eru þetta 10,7 milljarðar króna. En hvernig ver ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð slíkan niðurskurð í málaflokknum? „Það er einfaldlega þannig að svo stór hluti allra útgjalda ríkisins rennur til félags-, heilbrigðis- og menntamála að það er bara allt of lítið eftir til að taka á sig niðurskurð ef ekkert væri hróflað við þar. Það er einfaldlega ekki hægt, þá náum við aldrei neinum þeim árangri sem við þurfum að ná. Það sem við gerum er að reyna að fara eins sértækt í þetta og við getum," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Þrátt fyrir að tölurnar séu háar er ekki um mikla útgjaldalækkun að ræða hlutfallslega, eða um 5,3 prósent í tilviki heilbrigðiskerfisins og 3,5 prósent til almannatrygginga- og velferðarmála. Hlutfallslega er mest skorið niður vegna útgjalda til samgöngumála, eða um 8,3 milljarða króna sem er 28,4 prósent niðurskurður frá áætlun þessa árs. Góðu tíðindin eru að rekstur ríkissjóðs er betri en fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir. Í fjárlögum ársins 2010 var gert ráð fyrir að hallinn yrði tæplega nítíu og níu milljarðar króna, en núverandi áætlun gerir ráð fyrir sjötíu og fimm milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Fjárlögin gera ráð fyrir breytingum á skattkerfinu. Þannig mun fjármagnstekjuskattur einstaklinga og skattur á hagnað fyrirtækja hækka um tvö prósentustig úr átján í tuttugu prósent. Erfðafjárskattur mun hækka úr fimm í tíu prósent og þá verður tekið upp sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak í Fríhöfninni á næsta ári. Tekjuskattur verður lagður á úttekt séreignasparnaðar og tekinn verður upp sérstakur skattur á bankastarfsemi. Þessar hækkanir eiga að skila ríkissjóði ellefu milljörðum króna í auknum skatttekjum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnti efni fjárlaga ársins 2011 fyrir fréttamönnum á lfundi í Þjóðminjasafninu í morgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði skorin niður um þrjátíu og tvo milljarða á næsta ári. Þar vegur nokkuð þungt niðurskurður í velferðarkerfinu, en að raunvirði nemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 6,2 milljörðum króna. Til gamans má geta nemur slík upphæð hálfum Héðinsfjarðargöngum sem verða vígð á morgun og kostuðu tólf milljarða króna. Undir liðnum almannatryggingar og velferðarmál er skorið niður um 4,5 milljarða króna. Alls eru þetta 10,7 milljarðar króna. En hvernig ver ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð slíkan niðurskurð í málaflokknum? „Það er einfaldlega þannig að svo stór hluti allra útgjalda ríkisins rennur til félags-, heilbrigðis- og menntamála að það er bara allt of lítið eftir til að taka á sig niðurskurð ef ekkert væri hróflað við þar. Það er einfaldlega ekki hægt, þá náum við aldrei neinum þeim árangri sem við þurfum að ná. Það sem við gerum er að reyna að fara eins sértækt í þetta og við getum," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Þrátt fyrir að tölurnar séu háar er ekki um mikla útgjaldalækkun að ræða hlutfallslega, eða um 5,3 prósent í tilviki heilbrigðiskerfisins og 3,5 prósent til almannatrygginga- og velferðarmála. Hlutfallslega er mest skorið niður vegna útgjalda til samgöngumála, eða um 8,3 milljarða króna sem er 28,4 prósent niðurskurður frá áætlun þessa árs. Góðu tíðindin eru að rekstur ríkissjóðs er betri en fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir. Í fjárlögum ársins 2010 var gert ráð fyrir að hallinn yrði tæplega nítíu og níu milljarðar króna, en núverandi áætlun gerir ráð fyrir sjötíu og fimm milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Fjárlögin gera ráð fyrir breytingum á skattkerfinu. Þannig mun fjármagnstekjuskattur einstaklinga og skattur á hagnað fyrirtækja hækka um tvö prósentustig úr átján í tuttugu prósent. Erfðafjárskattur mun hækka úr fimm í tíu prósent og þá verður tekið upp sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak í Fríhöfninni á næsta ári. Tekjuskattur verður lagður á úttekt séreignasparnaðar og tekinn verður upp sérstakur skattur á bankastarfsemi. Þessar hækkanir eiga að skila ríkissjóði ellefu milljörðum króna í auknum skatttekjum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira