Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni 2. júlí 2010 04:15 Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira