Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur 21. desember 2010 03:00 fulltrúar Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri.Fréttablaðið/Anton Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira