Lífið

Ekkert kjöt fyrir Jessicu Simpson

Jessica Simpson mun eyða þakkargjörðarhátíðinni með unnusta sínum í ár. nordicphotos/getty
Jessica Simpson mun eyða þakkargjörðarhátíðinni með unnusta sínum í ár. nordicphotos/getty
Söngkonan Jessica Simpson trúlofaðist nýlega unnusta sínum, fyrrverandi fótboltakappa að nafni Eric Johnson, og ætla þau að eyða þakkargjörðarhátíðinni saman í New York. Þetta er fyrsta þakkargjörðarhátíðin sem Simpson og Johnson eyða saman.

„Eftir að Eric hætti að æfa hefur hann einbeitt sér að því að borða mjög hollan mat. Við verðum því ekki með kalkún á boðstólum heldur „tofurkey“ sem er tófústeik. Nafnið eitt hljómar skrítilega og þetta verður örugglega skrítið á bragðið,“ sagði söngkonan í spjallþætti Jimmy Fallon fyrir skemmstu.

Simpson viðurkennir að henni finnist grænmetisréttir Johnsons góðir en að sjálf sé hún alin upp í Texas þar sem kjötneysla er mikil. „Ég borða helst bara steikur, pottrétti og nagga,“ sagði hún hlæjandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.