Fréttablaðið stendur við frétt um Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 15:11 Biðröð hjá Fjölskylduhjálp. Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. Þegar við hann var rætt afhenti hann fréttamanni Vísis hljóðupptöku af samtali þeirra Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar. Fyrstu mínútur samtalsins verða birtar hér. Samtalið er alls 27 minútur í tveimur upptökum. Það verður ekki birt í fullri lengd. Eingöngu það sem varðar yfirlýsingu Ásgerðar, þar sem hún hélt því fram að hún hafi ekki flokkað eftir þjóðerni við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar. ÁJF: Já halló. Blm: Já sæl, Klemens hérna á Fréttablaðinu. ÁJF: Já, sæll. Blm: Hvað segirðu mér, ertu farin að, mér skilst að þú sért farin að skipta upp biðröðinni hjá þér. ÁJF: Bíddu hver er spurningin hjá þér? Blm: Spurningin er hvort það sé rétt að þú sért farin að skipta fólki í tvennt í biðröðinni, eftir þjóðerni. ÁJF: Nei, þannig er að við höfum núna undanfarna mánuði upplifað það að eldra fólk, Íslendingar sem er eldra fólk og einstæðar mæður með börn í fanginu og jafnvel leiðandi eitt, að þetta fólk hefur í raun gefist upp á að bíða og farið, og farið í raun og veru sko án þess að fá nokkra aðstoð. Blm: af því það voru svo margir að bíða? ÁJF: Nei, af því að það voru svo margir útlendingar. Blm: já. ÁJF: Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana framfyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni. Blm: já. ÁJF: Og, því að útlendingarnir, þetta eru stæðilegir karlmenn vel klæddir, hraustir og hressir og hérna bara munar ekkert um að bíða, þetta er nú skýringin. En þeir fengu allir aðstoð sko. Blm: JáJá. ÁJF: Við erum komin upp í 500 fjölskyldur í dag. Blm: já, ég skil þig. ÁJF: Þannig að þetta er ekki neitt það að við séum að sýna mismunun meðal þjóðarbrota eða þjóða sem eru hér á Íslandi, það er svo af og frá, en við bara stöndum ekki og horfum fram hjá því að hér þurfi eldra fólk sem hefur unnið hér og stritað alla sína ævi og á vart fyrir mat, í þessu þjóðfélagi sem við búum í, að það þurfi frá að hverfa, sökum ásóknar útlendinga sem að eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi, margir sem eru ekki á bótum, hópar sem eru á atvinnuleysisbótum, og svona get ég áfram talið þannig að við teljum þetta vera algjörlega réttlætanlegt og við munum halda þessum reglum áfram hér og við munum ekki láta aldraða íslendinga bíða hér, vegna þess að það koma kannski tveir þrír útlendingar í röðina og síðan koma kannski 15-20 á eftir og þeir fara sjálfir inn á sama stað og þessir þrír voru, skilurðu mig? Eins og fyrr segir þá er Vísir með upptökuna undir höndum. Hún verður ekki gerð opinber nema að beiðni Ásgerðar. Tengdar fréttir Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Vegna yfirlýsingar fjölskylduhjálpar vill blaðamaður Fréttablaðsins, sem ritaði frétt um umdeilda forgangsröðun fjölskylduhjálpar, koma áleiðis að hann stendur við frétt sína. Þegar við hann var rætt afhenti hann fréttamanni Vísis hljóðupptöku af samtali þeirra Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar. Fyrstu mínútur samtalsins verða birtar hér. Samtalið er alls 27 minútur í tveimur upptökum. Það verður ekki birt í fullri lengd. Eingöngu það sem varðar yfirlýsingu Ásgerðar, þar sem hún hélt því fram að hún hafi ekki flokkað eftir þjóðerni við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar. ÁJF: Já halló. Blm: Já sæl, Klemens hérna á Fréttablaðinu. ÁJF: Já, sæll. Blm: Hvað segirðu mér, ertu farin að, mér skilst að þú sért farin að skipta upp biðröðinni hjá þér. ÁJF: Bíddu hver er spurningin hjá þér? Blm: Spurningin er hvort það sé rétt að þú sért farin að skipta fólki í tvennt í biðröðinni, eftir þjóðerni. ÁJF: Nei, þannig er að við höfum núna undanfarna mánuði upplifað það að eldra fólk, Íslendingar sem er eldra fólk og einstæðar mæður með börn í fanginu og jafnvel leiðandi eitt, að þetta fólk hefur í raun gefist upp á að bíða og farið, og farið í raun og veru sko án þess að fá nokkra aðstoð. Blm: af því það voru svo margir að bíða? ÁJF: Nei, af því að það voru svo margir útlendingar. Blm: já. ÁJF: Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana framfyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni. Blm: já. ÁJF: Og, því að útlendingarnir, þetta eru stæðilegir karlmenn vel klæddir, hraustir og hressir og hérna bara munar ekkert um að bíða, þetta er nú skýringin. En þeir fengu allir aðstoð sko. Blm: JáJá. ÁJF: Við erum komin upp í 500 fjölskyldur í dag. Blm: já, ég skil þig. ÁJF: Þannig að þetta er ekki neitt það að við séum að sýna mismunun meðal þjóðarbrota eða þjóða sem eru hér á Íslandi, það er svo af og frá, en við bara stöndum ekki og horfum fram hjá því að hér þurfi eldra fólk sem hefur unnið hér og stritað alla sína ævi og á vart fyrir mat, í þessu þjóðfélagi sem við búum í, að það þurfi frá að hverfa, sökum ásóknar útlendinga sem að eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi, margir sem eru ekki á bótum, hópar sem eru á atvinnuleysisbótum, og svona get ég áfram talið þannig að við teljum þetta vera algjörlega réttlætanlegt og við munum halda þessum reglum áfram hér og við munum ekki láta aldraða íslendinga bíða hér, vegna þess að það koma kannski tveir þrír útlendingar í röðina og síðan koma kannski 15-20 á eftir og þeir fara sjálfir inn á sama stað og þessir þrír voru, skilurðu mig? Eins og fyrr segir þá er Vísir með upptökuna undir höndum. Hún verður ekki gerð opinber nema að beiðni Ásgerðar.
Tengdar fréttir Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56 Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. 25. mars 2010 09:56
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent