Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega 25. mars 2010 09:56 Marta Guðjónsdóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Mynd / Gunnar V. Andrésson „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp. Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp.
Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00