Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 06:00 Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálp .... Fréttablaðið/GVA Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira