Fagna ákvörðun Samtaka fjármálafyrirtækja 8. júlí 2010 17:24 Hagsmunasamtök heimilanna fagna ákvörðun Samtaka fjármálafyrirtækja um að boðið verði upp á greiðslu á gengistryggðum íbúðalánum. Greiðslur íbúðalána í erlendri mynt verða lækkaðar og festar tímabundið. Frá 1. ágúst geta lántakendur greitt 5 þúsund krónur af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls og þá verður réttur lántakenda tryggður. Hagsmuna samtök heimilanna telja ákvörðunina vera skref í átt að sátt í þjóðfélaginu eftir að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið stigu fram í síðustu viku með vanhugsuðum hætti. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa ákveðið að verða við tilmælum samtaka fjármálafyrirtækja. „Ánægjulegt er hve skjótt fjármálafyrirtækin brugðust við. Ekkert hefur heyrst frá slitastjórnum eða skilanefndum SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans. Þessir aðilar buðu strax 18. júli upp á sambærilegt úrræði, þó sá böggull fylgi skammrifi að það krefst skilmálabreytinga með tilheyrandi kostnaði. HH (Hagsmunasamtök heimilanna) skora á öll fjármálafyrirtæki að ganga að tilmælum SFF og hafa þetta úrræði lántökum að kostnaðarlausu og með minnstri fyrirhöfn." Hagsmunasamtök heimilanna vara við því að farið verði í of miklar flækjur á þessu stigi mála. Hæstiréttur eigi örugglega eftir að fá til meðferðar mál, þar sem tekið verður á því hvort núverandi samningsvextir eða einhver önnur kjör eiga að vera á þeim lánasamningum sem báru hina ólöglegu gengistryggingu. „Þó að núna sé fyrir dómi mál er varðar bílalán, þá er ekki alltaf saman að jafna vaxtakjörum bílaláns til nokkurra ára og vaxtakjörum íbúðaláns til 20 - 30 ára. Á hvaða veg sem slíkur dómur fellur, má búast við að fjármálafyrirtæki eða lántakar vilji láta reyna á vaxtakjör íbúðalána. Af þeim sökum telja HH það ekki tímabært að fara út í umfangsmiklar breytingar á lánasamningum fyrir 1. september, eins og Landsbankinn boðar, til þess eins að breyta lánasamningunum aftur komist Hæstiréttur að annarri niðurstöðu en felst í tilmælum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits. Það er hið besta mál, að fjármálafyrirtækin átti sig á því hvað tilmæli Seðlabanka og FME fela í sér og miðli þeim upplýsingum til lántaka, en að eyða tíma lántaka í skjalagerð, að sendast milli fjármálafyrirtækja til að fá undirskriftir síðari veðhafa, þinglýsingu og annað sem breytingu á samningum fylgir, er að mati HH algjör óþarfi. Það hlýtur að vera hægt að nota einfaldari aðferðir, þar til fordæmisgefandi dómar falla í Hæstarétti." Hægt er að sjá tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna fagna ákvörðun Samtaka fjármálafyrirtækja um að boðið verði upp á greiðslu á gengistryggðum íbúðalánum. Greiðslur íbúðalána í erlendri mynt verða lækkaðar og festar tímabundið. Frá 1. ágúst geta lántakendur greitt 5 þúsund krónur af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls og þá verður réttur lántakenda tryggður. Hagsmuna samtök heimilanna telja ákvörðunina vera skref í átt að sátt í þjóðfélaginu eftir að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið stigu fram í síðustu viku með vanhugsuðum hætti. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa ákveðið að verða við tilmælum samtaka fjármálafyrirtækja. „Ánægjulegt er hve skjótt fjármálafyrirtækin brugðust við. Ekkert hefur heyrst frá slitastjórnum eða skilanefndum SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans. Þessir aðilar buðu strax 18. júli upp á sambærilegt úrræði, þó sá böggull fylgi skammrifi að það krefst skilmálabreytinga með tilheyrandi kostnaði. HH (Hagsmunasamtök heimilanna) skora á öll fjármálafyrirtæki að ganga að tilmælum SFF og hafa þetta úrræði lántökum að kostnaðarlausu og með minnstri fyrirhöfn." Hagsmunasamtök heimilanna vara við því að farið verði í of miklar flækjur á þessu stigi mála. Hæstiréttur eigi örugglega eftir að fá til meðferðar mál, þar sem tekið verður á því hvort núverandi samningsvextir eða einhver önnur kjör eiga að vera á þeim lánasamningum sem báru hina ólöglegu gengistryggingu. „Þó að núna sé fyrir dómi mál er varðar bílalán, þá er ekki alltaf saman að jafna vaxtakjörum bílaláns til nokkurra ára og vaxtakjörum íbúðaláns til 20 - 30 ára. Á hvaða veg sem slíkur dómur fellur, má búast við að fjármálafyrirtæki eða lántakar vilji láta reyna á vaxtakjör íbúðalána. Af þeim sökum telja HH það ekki tímabært að fara út í umfangsmiklar breytingar á lánasamningum fyrir 1. september, eins og Landsbankinn boðar, til þess eins að breyta lánasamningunum aftur komist Hæstiréttur að annarri niðurstöðu en felst í tilmælum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits. Það er hið besta mál, að fjármálafyrirtækin átti sig á því hvað tilmæli Seðlabanka og FME fela í sér og miðli þeim upplýsingum til lántaka, en að eyða tíma lántaka í skjalagerð, að sendast milli fjármálafyrirtækja til að fá undirskriftir síðari veðhafa, þinglýsingu og annað sem breytingu á samningum fylgir, er að mati HH algjör óþarfi. Það hlýtur að vera hægt að nota einfaldari aðferðir, þar til fordæmisgefandi dómar falla í Hæstarétti." Hægt er að sjá tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira