Innlent

Rösklega 60 atkvæði hafa verið greidd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hafa 63 atkvæði verið greidd hjá Sýslumanninum í Reykjavík í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst að morgni fimmtudagsins síðasta og var kjörstaður opinn um helgina. Samkvæmt áætlun á kjörfundur að fara fram laugardaginn 6. mars næstkomandi.

Reifaðar hugmyndir um að færa kjördag til ef að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verður birt með of skömmum fyrirvara fyrir kjördag. Hins vegar hafa engar ákvarðanir verið teknar um það.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×