Lífið

Á pólinn með þýskum stjörnum

aron reynisson
Fréttablaðið/Anton
aron reynisson Fréttablaðið/Anton
„Við erum að vinna með fyrirtæki sem heitir Extreme World Races og gerðum meðal annars vinsæla þáttaröð fyrir BBC fyrir tveimur árum sem gerðist líka á Suðurpólnum. Og þannig kom þetta verkefni inná borð hjá okkur,“ segir Aron Reynisson hjá Arctic Trucks.

Fimm starfsmenn fyrirtækisins eru nú staddir í Suður-Afríku að breyta Toyota Hilux-bílum fyrir ansi merkilega keppni milli Austurríkis og Þýskalands en það eru þýska sjónvarpsstöðin ZDF og austurríska ríkisstöðin ORF sem standa fyrir henni. Eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag var austurríska ofurskíðahetjan Hermann Maier staddur hér á landi að taka upp auglýsingu í tengslum við þessa keppni sem haldin er í tilefni af því að hundrað áru eru liðin frá því að tvíeykið Scott og Amundsen gengu á Suðurpólinn. Maier mun etja kappi við þýsku sjónvarpsstjörnuna Marcus Lanz en þeir félagar munu þeysast yfir Suðurpólinn í bílum frá Arctic Trucks. Þrír ökumenn frá fyrirtækinu fara með en leiðangurinn hefst 9. desember og er stefnt að því að koma á pólinn 2. janúar.

Mikið hefur verið gert úr keppninni í Þýskalandi og Austurríki og fór meðala annars fram stór hæfileikakeppni um hverjir fengju að fara með þeim félögum í þetta mikla ævintýri en sýnt verður frá leiðangrinum í febrúar.-fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.