Innlent

Rannsakaði ung fötluð börn

Viðurkenning Jón Torfi Jónsson afhenti Freyju Haraldsdóttur viðurkenningu og bókagjöf.
Viðurkenning Jón Torfi Jónsson afhenti Freyju Haraldsdóttur viðurkenningu og bókagjöf.

Freyja Haraldsdóttir hlaut í gær viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir lokaverkefni sitt í BA-námi í þroskaþjálfarafræði.

Lokaverkefni Freyju fjallar um fötluð börn fram til þriggja ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Markmið rannsóknar hennar var að öðlast skilning á upplifun og reynslu foreldra ungra fatlaðra barna af þjónustu, viðhorfum og vinnubrögðum fagfólks.

Freyja er með meðfæddan beinasjúkdóm sem gerir bein hennar afar brothætt, og gaf, ásamt Ölmu Guðmundsdóttur, út bókina Postulín árið 2007. - bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×