Lífið

Diskóeyjan vinsælust á Íslandi

Smelltu til að sjá topp 30 plötur og lög á Tónlistanum og Lagalistanum.
Smelltu til að sjá topp 30 plötur og lög á Tónlistanum og Lagalistanum.

Fönkóperan Diskóeyjan hefur hafa aldeilis slegið í gegn hjá Íslendingum og trónir nú á toppi Tónlistans, sem mælir plötusölu. Einnig er á plötunni vinsælasta lag landsins, Það geta ekki allir verið gordjöss, og er það topplag Lagalistans.

Diskóeyjan tekur toppsæti Tónlistans af Helga Björnssyni og reiðmönnum vindanna og plötu þeirra, Þú komst í hlaðið. Hún var mest selda plata landsins í fjóra mánuði og sló Íslandsmet með því að ná 16 vikum á toppi Tónlistans.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en Fréttablaðið og Vísir birta nú Laga- og Tónlistana sem áður birtust í Morgunblaðinu. Tíu efstu sætin á hvorum lista birtast í Fréttablaðinu á fimmtudögum og ítarlegri útgáfa, 30 efstu sætin, birtist samdægurs hér á Vísi.

Diskóeyjan er eftir Braga Valdimar Skúlason og í flutningin Prófessorsins og Memfismafíunnar. Bæði er hægt að lesa fjögurra stjörnu dóm um hana og horfa á myndband við Það geta ekki allir verið gordjöss hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.