Lífið

Safarík helgi í kvikmyndahúsum

RED, stórstjörnukvikmynd með <B>Helen Mirren fremsta í flokki, ný Woody Allen mynd og gamanmyndin Due Date með þeim Robert Downey og </B>Zach Galifianakis verða frumsýndar um helgina.
RED, stórstjörnukvikmynd með <B>Helen Mirren fremsta í flokki, ný Woody Allen mynd og gamanmyndin Due Date með þeim Robert Downey og </B>Zach Galifianakis verða frumsýndar um helgina.
Það er langt síðan helgin í kvikmyndahúsum borgarinnar var jafn safarík og nú. Og algjör óþarfi að eyða orðum í formála. Fyrsta ber að nefna opnunarmynd nýja kvikmyndahússins í Grafarvogi en það er Due Date með þeim Robert Downey og Zach Galifianakis, nýjustu stjörnunni í amerískum gamanleik. Myndin segir frá Peter Highman, sem neyðist til að fá far með leikaranum Ethan Tremblay svo hann nái fæðingu barnsins síns. Allt fer hins vegar úrskeiðis á ferðalagi þeirra, með kostulegum afleiðingum.

Hasarmyndin RED er skipuð einvalaliði leikara en meðal þeirra eru John Malkovich, Helen Mirren, Morgan Freeman og Bruce Willis. Myndin segir frá hópi gamalla CIA-fulltrúa sem þurfa að snúa bökum saman þegar gamli vinnuveitandinn þeirra vill ganga af þeim dauðum. Þriðja myndin sem vert er að benda á er síðan You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen.

Þar fer að venju hópur stórleikara með helstu hlutverkin en meðal þeirra eru Josh Brolin, Anthony Hopkins, Freida Pinto og Naomi Watts. Að venju fjallar Woody um ástina og allar mögulegar og ómögulegar hliðar hennar.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.