Lífið

Græddi ekki á megrun

Kelly Osbourne segist ekki hafa grætt á tá og fingri síðan hún grenntist.
Kelly Osbourne segist ekki hafa grætt á tá og fingri síðan hún grenntist.
Söngkonan og raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vísar því á bug að hún hafi grætt á tá og fingri síðan hún grenntist. Osbourne tók þátt í bandaríska þættinum Dancing with the Stars á síðasta ári og hélt áfram að hreyfa sig eftir að honum lauk. Núna hefur hún misst yfir tuttugu kíló. Fjölmiðlar segja að hún hafi grætt um 1,4 milljarða króna síðan hún léttist. Stjarnan er bálreið yfir fréttaflutningnum. „Fólk skrifar ótrúlegt rugl. Það er virkilega ábyrgðarlaust að skrifa svona lygar á þessum erfiðu tímum í efnahagslífinu,“ sagði hún.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.