Lífið

DiCaprio leikur raðmorðingja

Leonardo DiCaprio hyggst leika fyrsta raðmorðingjann í sögu Bandaríkjanna, Dr. HH Holmes.
Leonardo DiCaprio hyggst leika fyrsta raðmorðingjann í sögu Bandaríkjanna, Dr. HH Holmes.
Leonardo DiCaprio hefur loksins fest kaup á kvikmyndarétti bókarinnar The Devil in the White City eftir Erik Larson. Þetta kemur fram á vef Empire-tímaritsins. DiCaprio hefur lengi haft augastað á bókinni eða frá 2002 en Tom Cruise átti kvikmyndaréttinn þar til nú. Bókin segir fá raðmorðingjanum Dr. HH Holmes sem gekk laus á meðan heimssýningin í Chicago stóð 1893. Holmes hefur verið lýst sem amerískri útgáfu af Kobba kviðristu en hann þótti bæði sérvitur og fremur ógeðfelldur.

DiCaprio ætlaði raunar að vera á undan Cruise með þessa sögu því hann hefur undanfarin ár sankað að sér alls kyns málsskjölum um rannsóknina á málinu. Cruise var þá byrjaður að undirbúa gerð hennar með Óskarsverðlaunaleikstjóranum Kathryn Bigelow og handritshöfundinum Christopher Kyle. En nú er DiCaprio semsagt kominn með réttinn og er byrjaður að leita að handritshöfundi ásamt framleiðendunum, Jennifer Killoran, Michael Shamberg og Stacey Sher. „Þetta er einstök saga um fyrsta raðmorðingjann í sögu Bandaríkjanna. Við hlökkum mikið til að koma þeirri sögu á hvíta tjaldið,“ segir Killoran.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.