Illa farið með frábæran feril 4. nóvember 2010 10:30 Á niðurleið Ferill Roberts De Niro hefur legið niður eftir að samstarfi hans og Martins Scorsese lauk. Gamanmyndir hafa eiginlega haldið honum á floti, en því hefði varla nokkur maður spáð.Nordic Photos/Getty Einhvern tímann hefði þótt nóg að setja nafn Roberts De Niro á kvikmyndaplakatið og þá væri góð mynd nánast gulltryggð. En nú er öldin önnur og De Niro er ekki lengur það vörumerki sem hann áður var. De Niro leikur skilorðsfulltrúann Jack, sem er um það bil að fara á eftirlaun, í kvikmyndinni Stone sem verður frumsýnd um helgina. Hann ákveður að taka að sér eitt verkefni í viðbót, að vega og meta hvort brennuvargurinn Stone sé hæfur til að vera hleypt út í samfélagið á ný. Stone ákveður að fara alla leið, fær unnustu sína Lucettu til að draga skilorðsfulltrúann á tálar, en sú virðist ekki öll þar sem hún er séð. Edward Norton og Milla Jovovich leika glæpaparið Stone og Lucettu en leikstjóri er John Curan sem síðast gerði The Painted Veil. Fimmtán ár eru liðin frá því að De Niro lék í sómasamlegri kvikmynd. Þær voru reyndar tvær: Casino eftir Martin Scorsese og Heat í leikstjórn Michaels Mann. Sú fyrrnefnda markaði jafnframt endalok samstarfs þeirra De Niros og Scorseses en ferill leikarans hefur eiginlega legið lóðrétt niður frá því að þeir slitu sambandinu. Meira að segja smástirnið Shia Labeouf, sem hefur helst unnið sér það til frægðar að leika í Transformers-myndunum tveim, sá ástæðu til þess að skjóta á De Niro í blaðaviðtali, sagðist ekki ætla að daga uppi, sæll og glaður, þegar hann væri kominn á sín efri ár líkt og De Niro hefði gert. De Niro tók skelfilegar ákvarðanir eftir Casino og Heat. Stundum var hann líka einfaldlega óheppinn. The Fan með Wesley Snipes var skelfileg, Sleepers náði ekki þeim hæðum sem vonast hafði verið til þrátt fyrir stjörnuher og Cop Land með Sylvester Stallone og öðrum harðjöxlum stóðst engan veginn þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Wag the Dog sameinaði Dustin Hoffman og De Niro í ágætis afþreyingu og De Niro sýndi hvers hann var megnugur sem „stónd" smáglæpamaður í Jackie Brown. En svo verður listinn yfir vondar myndir lengri en góðu hófi gegnir. Men of Honour, 15 minutes, Godsend og Showtime. Meira að segja Righteous Kill, þar sem De Niro lék á móti Al Pacino, var ekki vel tekið. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur gamanleikur haldið ferli De Niros á floti, Fockers-myndirnar og Analyze-dúettinn með Billy Crystal. Aðdáendur hans gera hins vegar þá kröfu að leikarinn sýni þeim þá virðingu að leika í „almennilegri" mynd öðru hverju og það hefur verið erfitt fyrir þá að horfa upp á stórleikarann fjara út, rétt eins og Marlon Brando gerði undir það síðasta. Og kannski verða það örlög De Niros, að leika í gamanmyndum þar sem hann gerir „góðlátlegt" grín að hörkulegri ímynd sinni og sæmilegum hasarmyndum. En þar fer góður biti í hundskjaft. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Einhvern tímann hefði þótt nóg að setja nafn Roberts De Niro á kvikmyndaplakatið og þá væri góð mynd nánast gulltryggð. En nú er öldin önnur og De Niro er ekki lengur það vörumerki sem hann áður var. De Niro leikur skilorðsfulltrúann Jack, sem er um það bil að fara á eftirlaun, í kvikmyndinni Stone sem verður frumsýnd um helgina. Hann ákveður að taka að sér eitt verkefni í viðbót, að vega og meta hvort brennuvargurinn Stone sé hæfur til að vera hleypt út í samfélagið á ný. Stone ákveður að fara alla leið, fær unnustu sína Lucettu til að draga skilorðsfulltrúann á tálar, en sú virðist ekki öll þar sem hún er séð. Edward Norton og Milla Jovovich leika glæpaparið Stone og Lucettu en leikstjóri er John Curan sem síðast gerði The Painted Veil. Fimmtán ár eru liðin frá því að De Niro lék í sómasamlegri kvikmynd. Þær voru reyndar tvær: Casino eftir Martin Scorsese og Heat í leikstjórn Michaels Mann. Sú fyrrnefnda markaði jafnframt endalok samstarfs þeirra De Niros og Scorseses en ferill leikarans hefur eiginlega legið lóðrétt niður frá því að þeir slitu sambandinu. Meira að segja smástirnið Shia Labeouf, sem hefur helst unnið sér það til frægðar að leika í Transformers-myndunum tveim, sá ástæðu til þess að skjóta á De Niro í blaðaviðtali, sagðist ekki ætla að daga uppi, sæll og glaður, þegar hann væri kominn á sín efri ár líkt og De Niro hefði gert. De Niro tók skelfilegar ákvarðanir eftir Casino og Heat. Stundum var hann líka einfaldlega óheppinn. The Fan með Wesley Snipes var skelfileg, Sleepers náði ekki þeim hæðum sem vonast hafði verið til þrátt fyrir stjörnuher og Cop Land með Sylvester Stallone og öðrum harðjöxlum stóðst engan veginn þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Wag the Dog sameinaði Dustin Hoffman og De Niro í ágætis afþreyingu og De Niro sýndi hvers hann var megnugur sem „stónd" smáglæpamaður í Jackie Brown. En svo verður listinn yfir vondar myndir lengri en góðu hófi gegnir. Men of Honour, 15 minutes, Godsend og Showtime. Meira að segja Righteous Kill, þar sem De Niro lék á móti Al Pacino, var ekki vel tekið. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur gamanleikur haldið ferli De Niros á floti, Fockers-myndirnar og Analyze-dúettinn með Billy Crystal. Aðdáendur hans gera hins vegar þá kröfu að leikarinn sýni þeim þá virðingu að leika í „almennilegri" mynd öðru hverju og það hefur verið erfitt fyrir þá að horfa upp á stórleikarann fjara út, rétt eins og Marlon Brando gerði undir það síðasta. Og kannski verða það örlög De Niros, að leika í gamanmyndum þar sem hann gerir „góðlátlegt" grín að hörkulegri ímynd sinni og sæmilegum hasarmyndum. En þar fer góður biti í hundskjaft. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira