Vonbrigðin endurútgefin 4. nóvember 2010 08:00 Forsprakki Weezer, Rivers Cuomo, var mjög óánægður með viðtökurnar sem Pinkerton fékk á sínum tíma. Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út. Weezer sló í gegn um miðjan tíunda áratuginn með sinni fyrstu plötu, samnefndri hljómsveitinni. Hún seldist í milljónum eintaka og lögin Undone, The Sweater Song og Buddy Holly fengu mikla spilun á MTV og í útvarpi. Weezer voru allir vegir færir og þess vegna kom næsta plata hennar, Pinkerton, mörgum á óvart. Hljómurinn var hrárri og myrkari en á forveranum og útkoman var nokkuð á skjön við hið aðgengilega og melódíska popp-rokk sem einkenndi „bláu plötuna". Fyrsta smáskífulagið El Scorcho féll ekki í kramið hjá almenningi og smám saman varð Pinkerton týnd og tröllum gefin, þó svo að hörðustu aðdáendur Weezer hafi ávallt haldið tryggð við hana. Forsprakkinn Rivers Cuomo var lengi að jafna sig á þessum ósigri. Hann hvarf af sjónarsviðinu, sneri aftur í Harvard-háskóla og heil fimm ár liðu þangað til næsta plata, hin græna Weezer, leit dagsins ljós. Sú var greinilegt afturhvarf til fyrstu plötunnar, og lögin Hashpipe, Island in the Sun og Photograph féllu mun betur í kramið en það sem Pinkerton hafði upp á að bjóða. Núna, fjórtán árum eftir að Pinkerton kom út, hefur hún verið endurútgefin í viðhafnarútgáfu, endurhljóðblandaðri með aukaplötu sem hefur að geyma tónleikaupptökur, B-hliðalög og ótúgefin lög. Ástæðan fyrir endurútgáfunni er sú uppreisn æru sem platan hefur fengið eftir að hafa upphaflega þótt mikil vonbrigði. Núna er hún af mörgum spekúlentum talin ein mikilvægasta plata síðasta áratugar og til marks um það ákvað tímaritið Rolling Stone að breyta þriggja stjörnu dómi sínum um plötuna í fimm stjörnur árið 2004. Tímaritið Spin nefndi Pinkerton eina af hundrað bestu plötum áranna 1985 til 2005 og Guitar World segir hana á meðal hundrað bestu gítarplatna allra tíma. Tónlistarsíðan Pitchfork gaf endurútgáfu Pinkerton síðan fullt hús stiga, eða tíu, fyrir skömmu og kallaði hana tímalausa snilld. Weezer er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir. Stutt er síðan áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, og sú fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Epitah, kom út. Auk þess kom út á þriðjudaginn, sama dag og Pinkerton-endurútgáfan, platan Death To False Metal. Á henni eru níu óútgefin lög með Cuomo og félögum sem komust ekki á hinar plöturnar. Einnig er þar útgáfa Weezer á smelli Toni Braxton, Un-Break My Heart. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út. Weezer sló í gegn um miðjan tíunda áratuginn með sinni fyrstu plötu, samnefndri hljómsveitinni. Hún seldist í milljónum eintaka og lögin Undone, The Sweater Song og Buddy Holly fengu mikla spilun á MTV og í útvarpi. Weezer voru allir vegir færir og þess vegna kom næsta plata hennar, Pinkerton, mörgum á óvart. Hljómurinn var hrárri og myrkari en á forveranum og útkoman var nokkuð á skjön við hið aðgengilega og melódíska popp-rokk sem einkenndi „bláu plötuna". Fyrsta smáskífulagið El Scorcho féll ekki í kramið hjá almenningi og smám saman varð Pinkerton týnd og tröllum gefin, þó svo að hörðustu aðdáendur Weezer hafi ávallt haldið tryggð við hana. Forsprakkinn Rivers Cuomo var lengi að jafna sig á þessum ósigri. Hann hvarf af sjónarsviðinu, sneri aftur í Harvard-háskóla og heil fimm ár liðu þangað til næsta plata, hin græna Weezer, leit dagsins ljós. Sú var greinilegt afturhvarf til fyrstu plötunnar, og lögin Hashpipe, Island in the Sun og Photograph féllu mun betur í kramið en það sem Pinkerton hafði upp á að bjóða. Núna, fjórtán árum eftir að Pinkerton kom út, hefur hún verið endurútgefin í viðhafnarútgáfu, endurhljóðblandaðri með aukaplötu sem hefur að geyma tónleikaupptökur, B-hliðalög og ótúgefin lög. Ástæðan fyrir endurútgáfunni er sú uppreisn æru sem platan hefur fengið eftir að hafa upphaflega þótt mikil vonbrigði. Núna er hún af mörgum spekúlentum talin ein mikilvægasta plata síðasta áratugar og til marks um það ákvað tímaritið Rolling Stone að breyta þriggja stjörnu dómi sínum um plötuna í fimm stjörnur árið 2004. Tímaritið Spin nefndi Pinkerton eina af hundrað bestu plötum áranna 1985 til 2005 og Guitar World segir hana á meðal hundrað bestu gítarplatna allra tíma. Tónlistarsíðan Pitchfork gaf endurútgáfu Pinkerton síðan fullt hús stiga, eða tíu, fyrir skömmu og kallaði hana tímalausa snilld. Weezer er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir. Stutt er síðan áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, og sú fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Epitah, kom út. Auk þess kom út á þriðjudaginn, sama dag og Pinkerton-endurútgáfan, platan Death To False Metal. Á henni eru níu óútgefin lög með Cuomo og félögum sem komust ekki á hinar plöturnar. Einnig er þar útgáfa Weezer á smelli Toni Braxton, Un-Break My Heart. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira