Kærustupar í Kópavogi sópar að sér meistaratitlum 1. nóvember 2010 07:00 Ásdís Guðmundsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum og Kári Ársælsson, Íslandsmeistari í knattspyrnu eiga íbúð í Baugakór, sem auðvitað er staðsett í Kópavoginum nálægt æfingaaðstöðu Breiðabliks og Gerplu. Fréttablaðið/anton „Núna tekur bara venjulega lífið við," segir Ásdís Guðmundsdóttir sem á dögunum varð Evrópumeistari í hópfimleikum ásamt liði sínu Gerplu. Kærasti Ásdísar er Kári Ársælsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þau eru því bæði nýkrýndir sigurvegarar með liðum sínum, því Kári varð Íslandsmeistari með Blikunum í síðasta mánuði. Ásdís og Kári hafa verið saman í rúmt ár, en Kári er 25 ára og Ásdís árinu yngri. „Það gefst loksins smá tími til að sinna fjölskyldunni og vinunum, núna þegar EM er búið," segir Ásdís. „Við Kári fáum ekki mikinn tíma saman vegna æfinga en það er ekki endilega hversu miklum tíma maður eyðir saman, heldur hvernig maður nýtir tímann. Sem afreksíþróttafólk lítum við aldrei á tímann sem við eyðum í æfingar sem einhverja fórn." Fimleikar og fótbolti eru frekar ólíkar íþróttir og því æfingatímarnir mismunandi. „Það kemur stundum fyrir að við erum að hittast hálf ellefu á kvöldin, þar sem Kári er á æfingum á daginn en ég á kvöldin," segir Ásdís. Aðspurð út í undirbúninginn fyrir EM, segir Ásdís hann hafa verið gríðarlegan. „Ég var í mínum undirbúningi í allt sumar og alveg fram á haust og á meðan var Kári á fullu í Pepsideildinni. Við settum okkur bæði markmið, hann ætlaði að verða Íslandsmeistari og ég ætlaði að verða Evrópumeistari." Ásdís segir að hún hafi haft lítinn áhuga á fótbolta áður en þau Kári byrjuðu saman en það sé breytt í dag. „Ég mæti á alla þá leiki sem að ég kemst á og hann gerir það sama fyrir mig. Kári skoraði nokkur stig hjá stelpunum í Gerplu þegar hann skildi liðsfélagana úr Breiðablik eftir í sínu eigin fyrirpartýi fyrir lokahóf Breiðabliks til að koma og horfa á mig keppa. Hann sat bara upp í stúku í jakkafötunum," segir Ásdís og hlær. Kári og Ásdís eru bæði í námi samhliða æfingunum. „Kári er að læra flugumferðarstjórn og ég er að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Sjúkraþjálfunin er krefjandi nám og því ekkert auðvelt að sinna því af fullri hörku á meðan maður eyðir um tuttugu klukkustundum í fimleikasalnum vikulega. En þetta gerir það að verkum að maður verður að skipuleggja tímann sem maður hefur," segir Ásdís, nýkrýndur Evrópumeistari. En er enginn metingur á milli Kára og Ásdísar? „Nei alls ekki. Mér finnst nafnið á mínum titli flottara en það er kannski ekki alveg hægt að bera þessa tvo titla saman," segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira
„Núna tekur bara venjulega lífið við," segir Ásdís Guðmundsdóttir sem á dögunum varð Evrópumeistari í hópfimleikum ásamt liði sínu Gerplu. Kærasti Ásdísar er Kári Ársælsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þau eru því bæði nýkrýndir sigurvegarar með liðum sínum, því Kári varð Íslandsmeistari með Blikunum í síðasta mánuði. Ásdís og Kári hafa verið saman í rúmt ár, en Kári er 25 ára og Ásdís árinu yngri. „Það gefst loksins smá tími til að sinna fjölskyldunni og vinunum, núna þegar EM er búið," segir Ásdís. „Við Kári fáum ekki mikinn tíma saman vegna æfinga en það er ekki endilega hversu miklum tíma maður eyðir saman, heldur hvernig maður nýtir tímann. Sem afreksíþróttafólk lítum við aldrei á tímann sem við eyðum í æfingar sem einhverja fórn." Fimleikar og fótbolti eru frekar ólíkar íþróttir og því æfingatímarnir mismunandi. „Það kemur stundum fyrir að við erum að hittast hálf ellefu á kvöldin, þar sem Kári er á æfingum á daginn en ég á kvöldin," segir Ásdís. Aðspurð út í undirbúninginn fyrir EM, segir Ásdís hann hafa verið gríðarlegan. „Ég var í mínum undirbúningi í allt sumar og alveg fram á haust og á meðan var Kári á fullu í Pepsideildinni. Við settum okkur bæði markmið, hann ætlaði að verða Íslandsmeistari og ég ætlaði að verða Evrópumeistari." Ásdís segir að hún hafi haft lítinn áhuga á fótbolta áður en þau Kári byrjuðu saman en það sé breytt í dag. „Ég mæti á alla þá leiki sem að ég kemst á og hann gerir það sama fyrir mig. Kári skoraði nokkur stig hjá stelpunum í Gerplu þegar hann skildi liðsfélagana úr Breiðablik eftir í sínu eigin fyrirpartýi fyrir lokahóf Breiðabliks til að koma og horfa á mig keppa. Hann sat bara upp í stúku í jakkafötunum," segir Ásdís og hlær. Kári og Ásdís eru bæði í námi samhliða æfingunum. „Kári er að læra flugumferðarstjórn og ég er að læra sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Sjúkraþjálfunin er krefjandi nám og því ekkert auðvelt að sinna því af fullri hörku á meðan maður eyðir um tuttugu klukkustundum í fimleikasalnum vikulega. En þetta gerir það að verkum að maður verður að skipuleggja tímann sem maður hefur," segir Ásdís, nýkrýndur Evrópumeistari. En er enginn metingur á milli Kára og Ásdísar? „Nei alls ekki. Mér finnst nafnið á mínum titli flottara en það er kannski ekki alveg hægt að bera þessa tvo titla saman," segir Ásdís að lokum. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira